Lítur út fyrir langa fundi á þingi

Alþingi.
Alþingi. mbl.is/Hari

Alþingi kemur saman í dag eftir jólahlé og nefndaviku og hefst þingfundur klukkan þrjú síðdegis. Á dagskrá er aðeins eitt þingmál, frumvarp dómsmálaráðherra um útlendingalög.

Málinu var frestað fyrir jól í samningum um þingfrestun. Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við Morgunblaðið að samkomulagið hafi gengið út á að fallist hafi verið á beiðni Pírata um að kalla til sérfræðinga á fundi allsherjar- og menntamálanefndar í nýliðinni nefndaviku, til að undirbúa aðra umræðu málsins. Í staðinn féllu Píratar frá beiðni um tvöfaldan ræðutíma.

Víða heyrist þó að Píratar ætli sér að beita málþófi í umræðunni um málið og freista þess að annað hvort stöðva framgang þess eða vekja athygli á umræðunni. Hvorki Óli Björn né Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, kveðast hafa fengið veður af yfirvofandi málþófi.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert