Dregur umboð biskups í efa

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lögmaður sr. Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digranesprestakalli, dregur í efa að Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands hafi formlegt hæfi eða umboð til ákvarðana fyrir hönd kirkjunnar um málefni Gunnars.

Þetta kemur fram í bréfi sem Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður hjá JA lögmönnum, hefur sent Drífu Hjartardóttur forseta kirkjuþings. Óskar lögmaðurinn eftir því að Drífa úrskurði um hvort biskup hafi hæfi til að fjalla um málið.

Í bréfinu segir að Agnes hafi verið skipuð til embættis af forseta Íslands til fimm ára frá og með 1. júlí 2012 og í lok þess skipunartíma, eða 1. júlí 2017, hafi skipunartími hennar framlengst sjálfkrafa um önnur fimm ár eða til 30. júní 2022. Frá þeim tíma hafi hún ekki verið endurkjörin og skorti að lögum umboð til að gegna embætti biskups.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »