Konan á batavegi eftir aðgerð

NRK/Thomas Halleland

Íslenska konan sem var stungin með hnífi af fyrrverandi manni sínum fyrir utan McDonalds í Karmøy í Noregi í síðustu viku hefur gengist undir aðgerð vegna árásarinnar. Norskir fjölmiðlar segja að aðgerðin hafi heppnast vel.

Lögmaður konunnar, Benedicte Storhaug, sagði í samtali við NRK að konan hefði verið flutt á Haukeland-háskólasjúkrahúsið.

Lögregla áformar að yfirheyra konuna þegar hún er búin að ná sér betur eftir aðgerðina.

mbl.is