Lítur út fyrir að deilur harðni frekar en hitt

Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttarsemjari.
Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttarsemjari. mbl.is/Hákon

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir, eftir fund Samtaka atvinnulífsins og Eflingar í hádeginu í dag, að deilan sé í mjög hörðum hnút sem harðni enn frekar eftir því sem líður á.

Spurður hvort að fundurinn hafi varað í eina mínútu, eins og Konráð Guðjónsson ráðgjafi hjá SA tísti um í dag, segi Aðalsteinn það passa að fundurinn hafi ekki staðið lengi yfir. 

„Hér hafa verið margar þungar og erfiðar kjaraviðræður í krefjandi aðstæðum en okkur hefur auðnast í samstarfi að ná samtali sem hefur leitt til niðurstöðu sem aðilar geta við unað. En eins og staðan er núna er mjög erfitt að ná nokkru því samtali sem getur leitt til niðurstöðu, því miður.“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/Hákon

Ófriðarferli

„Eins og tímalengd fundarins gefur til kynna var ekki mikið rætt á þessum fundi. En að sjálfsögðu verð ég áfram í samtali við báða deiluaðila og hvet fólk til að finna leiðir til að koma samtalinu á betri stað, það er á sameiginlega ábyrgð okkar allra.

Deilan er í hörðum hnút og útlit fyrir að hann harðni enn frekar þegar útlit er fyrir bæði verkföll og verkbönn og talað er um afnám afturvirkni launahækkana og svo framvegis. Við erum í ákveðnu ófriðarferli sem gerir deiluna enn erfiðari.“

Halldór Benjamín Þorbergsson og Konráð Guðjónsson.
Halldór Benjamín Þorbergsson og Konráð Guðjónsson. mbl.is/Hákon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert