Norðvestan stormur og gul veðurviðvörun

Viðvörunin tekur gildi klukkan 6 í fyrramálið.
Viðvörunin tekur gildi klukkan 6 í fyrramálið. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Austfirði á morgun. 

Að öllu óbreyttu mun viðvörunin gilda frá klukkan 6 um morguninn til klukkan 10 fyrir hádegi.

Þá er spáð norðvestan stormi, 15 til 23 m/s og snörpum vindhviðum við fjöll. Ferðaveður er talið varasamt.

mbl.is