Segir frásögn norsku fjallgöngukonunnar uppspuna

John Snorri og Lína Móey.
John Snorri og Lína Móey.

Lína Móey Bjarnadóttir, ekkja Johns Snorra Sigurjónssonar, segir það ekki rétt að hún hafi beðið norsku fjallgöngukonuna Krist­inu Harila að klippa á taug­ina sem lík Johns Snorra hang­ir í á fjallinu K2 í Pakistan. 

mbl.is greindi í gær frá viðtali norska vef­ritsins kk.no við Harila. Málið er nú í rannsókn á ritstjórn miðilsins eftir því sem blaðamaður þar tjáði mbl.is í morgun.

Í viðtalinu sagði Harila að íslensk kona hefði sett sig í samband við hana og beðið hana um að klippa á taugina, en Harila stefnir á að klífa fjallið.

Tekið ákvörðun strax í upphafi

Harila sagðist hafa ákveðið að reyna eft­ir megni að verða við beiðninni en benti um leið á að til­tækið væri ekki án áhættu. Hætta væri á að klifr­ar­ar neðar í fjall­inu yrðu fyr­ir lík­inu þegar það losn­aði úr taug­inni og rynni niður fjalls­hlíðina.

Mig langar að æla yfir því hvað fólk er sjúkt þegar kemur að athygli. Ég hef aldrei talað við þessa konu eða sent önnur eins skilaboð!“ skrifar Lína Móey í Facebook-færslu. 

Hún greinir þar frá að fjölskyldan hafi tekið þá ákvörðun strax í upphafi að leggja ekki líf annarra í hættu til þess að ná niður líki Johns Snorra. 

Í júlí á síðasta ári var reynt að færa lík Johns Snorra en án árangurs. 

mbl.is