Framkvæmdir í Hörðudal ganga vel

Brúin yfir Skraumu er stálbitabrú sem liggur yfir djúp gil.
Brúin yfir Skraumu er stálbitabrú sem liggur yfir djúp gil. mbl.is/Guðlaugur Albertsson

Framkvæmdir á Snæfellsnesvegi í Hörðudal ganga ótrúlega vel, miðað við veður og aðrar aðstæður, að sögn Magna Grétarssonar, verkefnisstjóra hjá Vegagerðinni. Einhverjar tafir hafa þó verið við brúargerð vegna erfiðleika við efnisöflun.

Vegurinn er gjarnan kenndur við Skógarströnd af því að hann liggur þangað. Lagður er 5,4 kílómetra vegur, að mestu í vegstæði núverandi vegar en með lagfæringum, og er hann framhald af veginum sem þegar hefur verið byggður upp í Hörðudal.

Nýja brúin yfir Dunká er heldur lengri en sú eldri.
Nýja brúin yfir Dunká er heldur lengri en sú eldri. mbl.is/Guðlaugur Albertsson

Aðalframkvæmdin er þó bygging nýrra brúa á árnar Skraumu og Dunká. Þar eru nú einbreiðar brýr með erfiðri og hættulegri aðkomu.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »