Gul viðvörun á Austfjörðum

Gul viðvörun er fyrir austan.
Gul viðvörun er fyrir austan. Kort/Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun er í gildi á Austfjörðum vegna norðvestan storms. Snarpar vindhviður eru við fjöll og er varasamt ferðaveður.

Viðvörunin gildir frá klukkan 6 til 10 í dag.

Spáð er norðvestan 10 til 18 metrum á sekúndu á landinu í dag en 15 til 23 m/s á Austfjörðum. Él verða á norðanverðu landinu en annars þurrt.

Lægir víða í dag og birtir upp með vægu frosti.

Vaxandi sunnanátt verður í kvöld og nótt, 10-20 m/s verða á morgun, hvassast í vindstrengjum norðanlands. Víða verður rigning og talsverð úrkoma verður sunnan- og vestanlands. Hiti verður á bilinu 6 til 12 stig.

Vestlægari átt verður annað kvöld með éljum og kólnandi veðri.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is