Syngjandi veislustjórar í áratugi

Frá vinstri: Helgi Már píanisti, Stefán tenór og Davíð bassi.
Frá vinstri: Helgi Már píanisti, Stefán tenór og Davíð bassi.

Félagarnir Davíð Ólafsson og Stefán Helgi Stefánsson byrjuðu að syngja saman 1996 og eftir að hafa komið fram í sjónvarpsþætti hjá Hemma Gunn 2002 hafa þeir haft nóg að gera sem veislustjórar, söngvarar og skemmtikraftar. „Við sjáum um öll atriðin,“ segir Davíð.

Frá árinu 1996.
Frá árinu 1996.

Fyrir nær þremur áratugum var nánast tjaldað til einnar nætur. „Við byrjuðum að bjóða upp á rómantískt söngskeyti í frænkuboðum, mættum í kjólfötum hvor með sína rósina, sungum eitt lag, „Þú varst mitt blóm“, og gengum síðan út,“ rifjar Davíð upp. Í einu boðinu hafi þeir verið klappaðir upp og eftir það hafi þeir þurft að læra annað lag. „Og svona vatt þetta upp á sig,“ heldur hann áfram.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert