Þyrstir í að hlæja saman og borða

Svarfaðardalur.
Svarfaðardalur. mbl.is/Sigurður Bogi

Mikil aðsókn er að þorrablótum víða um land. Fólk þyrstir í að koma saman til að hlæja og dansa – og borða þorramat. Fullt hús verður í félagsheimilinu Rimum í Svarfaðardal nk. laugardagskvöld. Þar eru miklar takmarkanir á hverjir geta pantað miða vegna þess hvað húsið er lítið.

Reglurnar eru þær að hvert heimili í dalnum getur tekið með sér tvo gesti og síðan mega brottfluttir Svarfdælingar koma með maka, eftir því sem húsrúm leyfir. Gunnhildur Gylfadóttir á Steindyrum segir að hægt sé að koma 300 manns fyrir í félagsheimilinu. Venjulega hafi 270-300 gestir sótt þorrablótið. Nú hafi 304 pantað miða. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »