Sat um heimili með hafnaboltakylfu

Maðurinn fannst ekki þegar lögregla kom á vettvang.
Maðurinn fannst ekki þegar lögregla kom á vettvang. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í dag um ölvaðan einstakling fyrir utan heimili, sem hélt á hafnaboltakylfu.

Sá sem tilkynnti athæfið kvaðst ekki þekkja einstaklinginn og fannst hann ekki þegar lögregla ók um hverfið, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Byggingarvörum var þá stolið af athafnasvæði fyrirtækis í Kópavogi og mun lögregla rannsaka málið nánar. 

Þá var tilkynnt um aðila sem var til vandræða í miðborginni. Var hann rólegur þegar lögregla kom á vettvang en kvaðst verkjaður og óskaði eftir því að fá sjúkrabíl. Ók lögregla honum á bráðamóttöku til aðhlynningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert