Ekkert bólar á skrá Eflingar

Enn hefur félagaskrá Eflingar ekki skilað sér til ríkissáttasemjara.
Enn hefur félagaskrá Eflingar ekki skilað sér til ríkissáttasemjara. Samsett mynd/mbl.is

Félagaskrá stéttarfélagsins Eflingar hefur enn ekki skilað sér til ríkissáttasemjara en félagið hafði frest til klukkan 20 í gærkvöldi til að skila honum skránni. Staðfesti Aðalsteinn Leifsson vanskilin við mbl.is nú upp úr klukkan átta að morgni.

Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hefst á hádegi á morgun, laugardag, og stendur til klukkan 17 á þriðjudaginn. Félagsmenn Eflingar eru tæplega 21.000 og hefur ríkissáttasemjari þegar sent Eflingu eina ítrekun og er honum heimilt að ítreka á ný.

Skil félagaskrár er forsenda þess að hægt verði að ganga til atkvæða þar sem hún er ígildi kjörskrár við atkvæðagreiðsluna.

mbl.is

Bloggað um fréttina