Harður árekstur á Seltjarnarnesi

Frá vettvangi. Hluta Norðurstrandar er lokað.
Frá vettvangi. Hluta Norðurstrandar er lokað. Ljósmynd/Aðsend

Fimm eintaklingar voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja bifreiða á Norðurströnd á Seltjarnarnesi í kvöld. Samtals voru fimm í bílunum tveimur. Einn hlaut meiri áverka en hinir.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru fjórir sjúkrabílar sendir á vettvang og einn dælubíll. Hluta Norðurstrandar hefur verið lokað.

Tilkynning um slysið barst klukkan 23.20 í kvöld.

mbl.is