Myndir: Krapaflóðið féll 40-50 metrum frá fjárhúsi

Krapaflóðið féll rétt við rúllustæður sem standa við fjárhús.
Krapaflóðið féll rétt við rúllustæður sem standa við fjárhús. mbl.is/Jónas Erlendsson

Krapaflóðið sem féll í Fagradal í nótt endaði um 40-50 metrum frá fjárhúsi.

Þetta segir Jónas Erlendsson bóndi á bænum í samtali við mbl.is, en hann skellti sér í fjallgöngu til að skoða flóðið betur. 

„Þetta er svona 40-50 metra breitt en það er erfitt að átta sig á því hvað þetta er langt,“ segir Jónas.

Hann segir krapaflóðið hafa fallið rétt við rúllustæður sem standa við fjárhúsið en hann telur flóðið hafa fallið álíka langt frá fjárhúsinu og flóðið er breitt.

Krapaflóð féll nærri fjárhúsum í Fagradal í morgun og skemmdi …
Krapaflóð féll nærri fjárhúsum í Fagradal í morgun og skemmdi girðingar og tún. mbl.is/Jónas Erlendsson

Flóðið tekið með sér nokkuð efni

„Það er kominn skurður þar sem þetta kom niður, þetta hefur tekið svolítið efni með sér niður,“ segir Jónas og að meðal annars hafi flóðið tekið með sér þúfur í heilu lagi.

Hann segir flóðið líklega hafa orðið einhvern tíman í nótt en hann var ekki var við það heima hjá sér.

mbl.is/Jónas Erlendsson
mbl.is/Jónas Erlendsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert