Norskur sigur í Hörpu

Bridgehátíðin var sett í Hörpu í gær.
Bridgehátíðin var sett í Hörpu í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Hinir norsku Tor Eivind Grude og Christian Bakke unnu sigur í tvímenningskeppni Bridgehátíðarinnar í dag. 

„Þetta var kærkominn sigur hjá þeim því þetta var í fyrsta sinn sem þeir vermdu fyrsta sætið allt mótið, með 57,6% skor,“ segir í tilkynningu frá Bridgesambandi Íslands.

Hátíðin var sett í Hörpu í gær.

Frá fyrsta sæti niður í þriðja

Íslenska parið, sem Gunnlaugur Karlsson og Kjartan Ingvarsson mynda, endaði í öðru sæti með 57,2% skor.

Þýska parið, sem Sabine Auken og Roy Welland mynda, hafnaði í þriðja sæti með 57,2% skor, rétt fyrir neðan Gunnlaug og Kjartan. „Það var svekkjandi fyrir þau, því þau vermdu lengi efsta sætið,“ segir í tilkynningunni.

Hér má sjá tíu efstu pörin:

  1. 57,6% Tor Eivind Grude – Christian Bakke
  2. 57,2% Gunnlaugur Karlsson - Kjartan Ingvarsson
  3. 57,2% Sabine Auken - Roy Welland
  4. 56,8% Jostein Sørvoll - Svein Arild Naas Olsen
  5. 56,7% Birkir Jón Jónsson - Matthías Þorvaldsson
  6. 56,3% Hjördís Eyþórsdóttir - Janice Seamon-Molson
  7. 56,2% Julius Sigurjonsson - Frederic Wrang
  8. 55,7% Gunnar Hallberg - Simon Hult
  9. 55,3% Bragi Hauksson - Helgi Jónsson
  10. 55,2% Andrew McIntosh - Tom Paske
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert