SA búin að afhenda sína atkvæðaskrá

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. mbl.is/Hákon

Samtök atvinnulífsins (SA) hafa afhent atkvæðaskrá í samræmi við fyrirmæli ríkissáttasemjara vegna atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu í kjaradeilu SA og Eflingar.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef SA, en í kvöld varð ljóst að atkvæðagreiðslan mun ekki hefjast á há­degi á morgun, eins og áformað var, þar sem að Efling hefur ekki orðið við til­mæl­um Rík­is­sátta­semj­ara um að koma kjör­skrá til þeirra.

Hefur ríkissáttasemjari því leitað til Héraðsdóms Reykjavíkur. 

SA fundaði í dag

SA héldu lokaðan félagsfund í dag þar sem Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA, fór yfir miðlun­ar­til­lög­una, aðdrag­anda henn­ar, næstu skref og stöðuna.

Halldór vildi ekki tjá sig frekar um hvað fór fram á fundinum er mbl.is heyrði í honum í kvöld. 

Í tilkynningunni er greint frá því að Advania muni annast umsjón atkvæðagreiðslunnar, en fyrirtækið hefur m.a. annast sambærilegar atkvæðagreiðslur fyrir stéttarfélög og sambönd innan ASÍ.

Á vef Ríkissáttasemjara segir að at­kvæðagreiðslan muni hefjast þegar kjör­gögn ber­ast frá Efl­ingu.

mbl.is