Sjö sóttu um embætti ráðuneytisstjóra

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. mbl.is/Arnþór

Sjö umsóknir bárust um embætti ráðuneytisstjóra menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Staðan var auglýst 27. desember og umsóknarfrestur rann út þann 23. janúar.

Umsækjendur eru eftirtaldir:

Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum

Daníel Svavarsson, skrifstofustjóri

Eyjólfur Vilberg Gunnarsson, fv. sparisjóðsstjóri

Gísli Halldór Halldórsson, fv. bæjarstjóri

Sigrún Brynja Einarsdóttir, skrifstofustjóri

Sigurður Erlingsson, fv. forstjóri

Þröstur Óskarsson, sérfræðingur

Þriggja manna hæfnisnefnd hefur verið skipuð af menningar- og viðskiptaráðherra til að meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra, að því er kemur fram í tilkynningu.

Formaður hæfnisnefndarinnar er Þorgeir Örlygsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar og ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu. Aðrir nefndarmenn eru Magnús Pétursson, fyrrverandi ríkissáttasemjari og ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, og Valgerður Rún Benediktsdóttir, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fyrrverandi skrifstofustjóri í atvinnuvegaráðuneytinu.

Menningar- og viðskiptaráðherra skipar í embættið til fimm ára frá og með 1. mars 2023.

mbl.is