Þjónustuhúsið fært frá Djúpalónssandi

Leifar skipsflakanna setja sterkan svip á Djúpalónssand.
Leifar skipsflakanna setja sterkan svip á Djúpalónssand. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Nýtt þjónustuhús með salernum fyrir ferðafólk sem sækir heim Djúpalónssand og Dritvík á Snæfellsnesi verður reist við vegamót afleggjarans niður á sandinn. Þar sem þjónustuhúsið er við þjóðveginn mun það einnig nýtast öðrum gestum Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og ferðamönnum sem aka fyrir Jökul.

Snæfellsbær hefur auglýst tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagi vegna áformanna. Fá bílastæði eru niðri við Djúpalónssand og erfitt getur verið fyrir stórar rútur að athafna sig.

Kristinn Jónasson bæjarstjóri segir að áformað hafi verið að færa þjónustuna upp fyrir vegamótin en það hafi verið talið geta haft slysahættu í för með sér.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »