Vilja fá úr því skorið hvort aðgerðirnar séu lögmætar

Stjórn verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar fundaði um málið í dag.
Stjórn verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar fundaði um málið í dag. mbl.is/Hari

Stjórn verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar telur miðlunartillögu ríkissáttasemjara vegna kjaraviðræðna Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og Efl­ing­ar ótímabæra. Vill ráðið fá úr því skorið hvort aðgerðir ríkissáttasemjara séu lögmætar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðinu.

Stjórnarkonur Eflingar í ráðinu

Í tilkynningu segir að ráðið hafi þá skýru afstöðu að miðlunartillögur, sem tæki til sáttamiðlunar, eigi eingöngu að nota sem neyðarúrræði sem beitt er af ýtrustu varfærni. 

„Allt inngrip af hálfu ríkisins í kjaradeilur verður að túlka þröngt til að verja lýðræðislegan og sjálfstæðan rétt stéttarfélaga til að ná fram kjarasamningi. Um er að ræða mikilvægt hagsmunamál í kjaraviðræðum og getur inngripið skapað varasamt fordæmi til framtíðar. Einmitt af þeirri ástæðu telur stjórn Verkalýðsmálaráðsins nauðsynlegt að fá úr því skorið hvort aðgerðir ríkissáttasemjara standist skoðun,“ segir í tilkynningunni.

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, hefur áður sagt að hún telji nauðsyn­legt að dóm­stól­ar leysi úr lög­mæti aðgerðanna.

Meðal stjórnarmanna í verkalýðsmálaráði Samfylkingarinnar eru Agnieszka Ewa Ziolkowska, varaformaður Eflingar, og Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari Eflingar.

Stjórn ráðsins ásamt formanni Samfylkingarinnar, Kristrúnu Frostadóttur.
Stjórn ráðsins ásamt formanni Samfylkingarinnar, Kristrúnu Frostadóttur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert