Annar ökumaðurinn ekki allsgáður

Eins og sjá má á þessari ljósmynd, sem slökkvilið höfuðborgarsvæðisins …
Eins og sjá má á þessari ljósmynd, sem slökkvilið höfuðborgarsvæðisins birti í dag, varð mikið tjón á bifreiðunum sem skullu saman. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Grunur leikur á um að annar þeirra bílstjóra sem áttu þátt í hörðum árekstri á Seltjarnarnesi seint í gær hafi verið undir áhrifum áfengis eða vímuefna við aksturinn.

Átta manns voru samanlagt í bílunum tveimur og allir voru fluttir á slysadeild. Þetta staðfestir Helgi Gunnarsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is í dag.

Hann segir bifreiðarnar hafa skollið saman að framan og að orsök árekstursins hafi verið framúrakstur.

Engin börn voru meðal farþega og engin alvarleg slys urðu á fólki þótt bifreiðarnar hafi verið illa leiknar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert