Kom auga á eigin bifreið í umferðinni

Þjófurinn er nú í haldi lögreglunnar.
Þjófurinn er nú í haldi lögreglunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íbúi á höfuðborgarsvæðinu hafði samband við lögregluna í dag eftir að hafa komið auga á bifreið sína í umferðinni í Reykjavík. 

Taldi þessi einstaklingur sig vita að um sína bifreið væri að ræða en það sem verra var að viðkomandi kannaðist ekkert við ökumanninn sem sat undir stýri. 

Lögreglan brást við ábendingunni og fór á vettvang. Þá vildi ekki betur til en svo að ökumaðurinn reyndi að flýja undan lögreglunni á tveimur jafn fljótum.

Var hann stöðvaður og handtekinn stuttu síðar samkvæmt dagbók lögreglu og kom þá í ljós að hann var undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Einnig fannst á honum fíkniefni og meint þýfi. Hann vistaður í fangageymslu lögreglu í þágu rannsóknar málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert