Lokafrágangurinn hafinn

Hús íslenskra fræða
Hús íslenskra fræða mbl.is/Kristinn Magnússon

Frágangur innandyra í Húsi íslenskra fræða á horni Suðurgötu og Arngrímsgötu er nú á lokametrunum og miklar annir hjá iðnaðarmönnum hússins.

„Húsið verður vonandi afhent seinni part febrúar,“ segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar. 

Auk Árnastofnunar verða kennsla og rannsóknir í íslenskum fræðum, tungu, bókmenntum og sögu, í húsinu þegar það hefur að fullu verið tekið í notkun. Byggingin er á þremur hæðum, um 6.500 fermetrar að stærð auk um 2.200 fermetra opinnar bílageymslu.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »