Systkinin eru helstu fyrirmyndirnar

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sigraði, Signý Sól Snorradóttir varð önnur, Sara …
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sigraði, Signý Sól Snorradóttir varð önnur, Sara Sigurbjörnsdóttir þriðja, Ragnhildur Haraldsdóttir fjórða, Hans Þór Hilmarsson fimmti og Þorgeir Ólafsson hafnaði í sjötta sæti.

„Ég á það til að vera svolítið stressuð í keppni en er orðin meðvituð um það. Ég vissi að hesturinn er í góðum gír og ef hausinn á mér væri í lagi gæti allt gerst. Ási, bróðir minn, sagði mér að anda inn og út áður en ég fór af stað og ég ákvað í huganum að hafa bara gaman af þessu og hugsa um að gangskiptingarnar væru í lagi,“ segir Signý Sól Snorradóttir, 18 ára knapi úr Reykjanesbæ, sem varð í öðru sæti í fjórgangskeppni meistaradeildarinnar í hestaíþróttum í sinni fyrstu keppni meðal meistaranna.

Fjórgangurinn er fyrsta mót meistaradeildarinnar í ár og fór það fram í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli í fyrrakvöld. Þrjár ungar konur urðu í þremur efstu sætunum. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir á Flóvent frá Breiðastöðum leiddi nokkuð örugglega eftir forkeppnina með einkunnina 7,90. Í úrslitakeppninni bætti hún í og sigraði örugglega með einkunnina 8,20. Signý Sól var fimmta inn í úrslit á Kolbeini frá Horni I með einkunnina 7,20 en hækkaði sig upp í 7,60 í úrslitum og náði öðru sætinu. Sara Sigurbjörnsdóttir varð þriðja á Flugu frá Oddhóli með einkunnina 7,40.

Á hestbaki frá barnsaldri

Þótt Signý Sól sé nýliði í meistaradeildinni hefur hún þó nokkra reynslu í keppni í ungmennaflokkum og hefur náð þar góðum árangri. Hún kemur úr mikilli hestamannafjölskyldu og hefur verið að ríða út frá því hún man eftir sér.

Nánar er rætt við Signýju í Morgunblaðinu sem kom út í morgun.

Signý Sól Snorradóttir.
Signý Sól Snorradóttir.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert