Bifreið bakkað inn í verslun

Málið er í rannsókn.
Málið er í rannsókn.

Bifreið var bakkað inn í verslunina Álfheima ehf. um sexleytið í morgun, og fjármunum og sígarettum stolið. Þetta staðfestir starfsfólk verslunarinnar við mbl.is.

Tilkynning um innbrotið barst klukkan sex í morgun og var lögregla send á vettvang. Eftir að myndefni öryggismyndavéla á staðnum var skoðað kom í ljós að því sem virtist vera lítill jepplingur hafi verið bakkað á glugga verslunarinnar.

Þannig var brotist inn, peningakassar tæmdir og munum á borð við sígarettur stolið.

Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki náðist í hana við vinnslu fréttarinnar.

Ekið var inn um glugga verslunarinnar.
Ekið var inn um glugga verslunarinnar. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is