Fá óhöpp um helgina

mbl.is/Þorgeir Baldursson

Fáir hafa þurft á dælubílum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu að halda sem af er þessari helgi samkvæmt færslu slökkviliðsins á Facebook í morgun. 

Frá laugardegi til sunnudags var aðeins eitt útkall hjá dælubíl og var það vegna vatnstjóns í 101 Reykjavík. 

Sjúkrabílarnir fóru hins vegar oftar en hundrað sinnum í útköll á höfuðborgarsvæðinu eða 101 sinni en það er þó minna en vanalega um helgar. 

mbl.is