Icelandair flýtir brottfarartíma á morgun

Icelandair hefur breytt áætlun sinni á morgun en búist er …
Icelandair hefur breytt áætlun sinni á morgun en búist er við að hún standist að öðru leyti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugfélagið Icelandair hefur ákveðið að flýta brottfarartíma í sex tilfellum í millilandaflugi á morgun vegna veðurs. 

Um er að ræða ferðir til Kaupmannahafnar, London Heathrow, Orlando, Seattle, Boston og New York og fara þessar vélar 13.30, 13.35 og 13.40 eins og sjá má í tilkynningu frá flugfélaginu.

Ef frekari breytingar verða á áætlun Icelandair á morgun þá verður viðskiptavinum gert viðvart í tölvupósti og með sms-skilaboðum. 

„Á þessum tímapunkti reiknum við með að stærsti hluti flugáætlunarinnar okkar muni standast.

Vegna slæmrar veðurspár á landinu seinnipartinn á morgun þann 30. janúar mælumst við til að allir okkar farþegar fylgist vel með ferðatilkynningum og veðurspám. Við mælum með að þeir farþegar sem eru á leið sinni frá landi gefi sér nægan tíma til að komast á flugvöllinn og einnig sýna aðgát ef veður hefur áhrif á færð á vegum,“ segir meðal annars á vef flugfélagsins.

mbl.is