Katrín ber fullt traust til ríkissáttasemjara

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG. mbl.is/Arnþór

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ber fullt traust til ríkissáttasemjarans Aðalsteins Leifssonar en rætt var við Katrínu í kvöldfréttum RÚV

Katrín var spurð að því hvort traust hennar til ríkissáttasemjara væri óraskað og sagði hún svo vera. Rætt var við Katrínu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara í viðræðum Samtaka atvinnulífsisn og Eflingar. 

„Nú hefur ég skoðað þetta mál eftir minni bestu getu, og sé ekki betur en að sáttasemjari sé innan þeirra heimilda sem er að finna í lögum. Ef aðilar eru ósammála því mati þá geta þau auðvitað leitað til dómstóla,“ sagði Katrín meðal annars í viðtalinu. 

Spurð um hvort ríkisstjórnin muni beita sér vegna þeirrar stöðu sem uppi er í viðræðunum sagði hún það ekki hafa verið rætt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert