Lægðin fer ört dýpkandi

Lægðin er skeinuhætt en hægir á sér skammt sunnan landsins.
Lægðin er skeinuhætt en hægir á sér skammt sunnan landsins. Kort/Veðurstofa Íslands

Lægð sem veldur austanstormi á morgun kemur á fullri ferð til landsins og fer ört dýpkandi um leið og hún stefnir til Íslands. Þetta sýnir spá Reiknimiðstöðvar evrópskra veðurstofa (ECMWF) en Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur greinir frá þessu á facebooksíðu sinni. 

Kortið sýnir þrýstibreytingar síðustu sex klukkustundir í spá klukkan 12 á morgun. Um er að ræða skeinuhætta lægð, að sögn Einars. Þó sé að sumu leyti lán að hún æði ekki áfram yfir landið heldur hægi á sér skammt sunnan undan. 

mbl.is