Myndskeið: Sólveig Anna í hláturskasti

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/Hari

Vilhelm Neto skemmtikraftur og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sameina krafta sína í nýju myndbandi sem Geðhjálp sendi frá sér. 

Þar skiptast þau á að  þvinga fram hlátur, þar til þau missa stjórn á sér og springa úr hlátri, en hlátur er eitt af G-vítamínunum sem Geðhjálp er í herferð að breiða út um þessar mundir.  


 Gleymir ekki gleðinni

Líkt og kunnugt er orðið, hefur Sólveig Anna staðið í ströngu í kjaradeilum við Samtök atvinnulífsins undanfarin misseri, en ríkissáttasemjari steig inn í deiluna á föstudag og lagði fram miðlunartillögu sem hefur fallið í afar misjafnan jarðveg.

Þannig tók hann samningsumboðið raunar af samninganefndunum, og óhætt er að segja að þá hafi Sólveigu Önnu ekki verið hlátur í hug. 

Það er þó gott að sjá, og raunar til fyrirmyndar, að Sólveig Anna gleymi ekki gleðinni þegar hún á stund milli stríða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert