Seldu verkið á tæpa 8 milljarða

Stefan og Kristján ræða málin í óbyggðum Síle.
Stefan og Kristján ræða málin í óbyggðum Síle.

Ein eftirminnilegasta stund sem Kristján Gíslason, betur þekktur sem Hringfarinn, hefur upplifað á ferðum sínum um heiminn var þegar hann sat í haust ásamt þyrluflugmanninum Stefan á trjádrumbi fyrir aftan þyrluna á einum áningarstaðnum í óbyggðum Síle og þeir ræddu málin. „Á því augnabliki vorum við eins og æskufélagar.“

Stefan sagði Kristjáni merkilega sögu. Amma hans og afi létust í hinum illræmdu fangabúðum nasista í Auschwitz en faðir hans flúði 17 ára gamall til Síle og stofnaði fjölskyldu þar. Hann vildi alla tíð lítið ræða um fortíðina. Afi Stefans átti gott safn listaverka í Þýskalandi og þegar heimssamtök gyðinga gerðu gangskör að því að endurheimta verk sem nasistar höfðu tekið ófrjálsri hendi þá kom í leitirnar með aðstoð bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, lítið málverk í Dusseldorf sem fjölskyldan átti. Verkinu, sem kallast The Foxes og er eftir Franz Marc, var skilað og það í framhaldinu sett á uppboð hjá Christie's á síðasta ári. Til að gera langa sögu stutta þá seldist það fyrir andvirði tæpra 8 milljarða króna. „Þess vegna er hann á þyrlu en ég bara á mótorhjóli,“ segir Kristján hlæjandi.

Nánar er rætt við Kristján í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.  

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert