Sólveig ekki fengið nein svör frá Guðmundi Inga

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafði ekki fengið nein svör …
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafði ekki fengið nein svör við fundarboði sínu til ráðherra vinnumarkaðsmála þegar mbl.is náði tali af henni laust fyrir hádegi í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, hefur ekki enn svarað boði Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar um fund vegna útspils ríkissáttasemjara. 

Í bréfi þar sem Guðmundur er boðaður til fundar, sem Sólveig birti í gær, er nauðsyn þess að fundurinn fari fram strax í fyrramálið sérstaklega brýnd.

Ekkert heyrt frá því bréfið var birt

Sólveig segist í samtali við mbl.is ekki hafa heyrt neitt frá Guðmundi né nokkrum öðrum fulltrúa hins opinbera frá því að hún birti bréfið.

 „Ég legg þunga áherslu á að þú eig­ir fund með mér ekki síðar en á þeim tíma, þar sem seinna þann dag mun fara fram fyr­ir­taka í fyrr­nefndu dóms­máli sem rík­is­sátta­semj­ari hef­ur höfðað og um kvöldið verða til­kynnt úr­slit at­kvæðagreiðslu um verk­falls­boðun Efl­ing­ar­fé­laga hjá Íslands­hót­el­um.“

 

Vongóð um niðurstöður morgundagsins

Spurð um hvort hún sé bjartsýn fyrir morgundeginum segir Sólveig að hún sé það.

„Ég trúi því auðvitað að Efling muni hafa sigur í þessu máli,“ og vísar þar til dómsmáls sem verður tekið fyrir í fyrramálið þar sem ríkissáttasemjari freistar þess að fá kjörskrá Eflingar afhenda til þess að hægt verði að kjósa um miðlunartillögu embættisins. 

Þá segir Sólveig það jafnframt hennar trú að starfsmenn Íslandshótela muni fallast á tillögu félagsins um verkfall á hótelunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert