Bæjarstjóri kallar eftir aðgerðum gegn hraðakstri

Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi,
Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, mbl.is/Sigurður Bogi

Harður árekstur varð á Norðurströnd á Seltjarnarnesi síðasta föstudag, sem rekja má til hraðaksturs annarrar bifreiðarinnar. Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, segir glæfraakstur á svæðinu hafa verið áhyggjuefni til margra ára meðal íbúa.

„Menn eru mikið að glannast á þessu svæði, en þessi leið frá Granda og út á Nes er einn vinsælasti ísbíltúrsrúntur landsins í dag og örugglega freistandi fyrir suma að gefa í,“ segir Þór en ítrekar að þetta sé alvarlegt mál sem þurfi að taka á og ekki seinna vænna.

Eins og sjá má á þessari ljósmynd, sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins …
Eins og sjá má á þessari ljósmynd, sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins birti um hlegina, varð mikið tjón á bifreiðunum sem skullu saman. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Fundar með lögreglu

Bæjarstjórinn hefur kallað eftir fundi með lögreglunni til að kanna mögulegar öryggisráðstafanir á svæðinu. Þar nefnir Þór aðgerðir á borð við hraðahindranir og hraðamyndavélar með sektum.

„Þessar hindranir virðast vera það eina sem dugir til að hægja á umferðinni, en þessi vegur er alveg við íbúðagötur og vandinn hefur staðið allt of lengi.“

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert