Biðlisti styttur um helming frá því í nóvember

Afhentar voru 694 vélar frá 1. nóvember til 19. janúar.
Afhentar voru 694 vélar frá 1. nóvember til 19. janúar. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Rúmlega helmingur þeirra 1.400 manns sem voru á biðlista eftir svefnöndunartækjum 1. nóvember á síðasta ári hafa nú fengið tækin. Þetta segir í tilkynningu á vef Landspítalans.

Göngudeild svefntengdra sjúkdóma hefur verið að afhenda og innstilla svefnöndunartæki eftir að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra lagði Sjúkratryggingum Íslands til sérstaka fjárveitingu til tækjakaupanna.

Þann 1. nóvember 2022 voru um 1.400 manns á biðlista eftir svefnöndunartækjum en frá 1. nóvember fram til 19. janúar voru 694 vélar afhentar.

mbl.is