Enski boltinn rýkur upp í verði

Erling Haaland hefur farið mikinn í vetur en tókst ekki …
Erling Haaland hefur farið mikinn í vetur en tókst ekki að skora í grannaslagnum í Manchester fyrr í mánuðinum þegar lið hans tapaði. AFP/Oli Scarff

Miklar verðhækkanir dynja á knattspyrnuunnendum nú í byrjun árs. Tvær sjónvarpsstöðvar hafa hækkað áskriftarverð og munar þar mest um verðhækkun á enska boltanum. Áskrift að Símanum sport hækkar nú um mánaðamótin um 1.600 krónur á mánuði, var 4.900 krónur en verður hér eftir 6.500 krónur. Þessi hækkun nemur 33%.

Guðmundur Jóhannsson, samskiptafulltrúi Símans, segir að umrædd verðhækkun sé vegna þriggja samverkandi þátta. „Kostnaður vegna samninga við Premier League hefur hækkað, veiking krónunnar hefur mjög neikvæð áhrif og annar kostnaður t.d. aðföng, laun, útsendingarkostnaður o.fl. hefur hækkað.“

Viaplay tilkynnti á dögunum um verðhækkun á Viaplay Total-pakkanum sem felur meðal annars í sér útsendingar frá ýmsum knattspyrnuleikjum. Verðið hækkar úr 2.699 krónum á mánuði í 2.999 krónur eða um 11%.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »