Fordæmanleg ósannindi um lagaheimildir

Ásmundur Stefánsson, hagfræðingur og fyrrverandi forseti ASÍ.
Ásmundur Stefánsson, hagfræðingur og fyrrverandi forseti ASÍ. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er alveg ljóst að sáttasemjari hefur þessa heimild til að leggja fram miðlunartillögu og þarf ekkert samþykki deiluaðila til þess. Það er staðreyndin. Það er í raun fordæmanlegt að stóru heildarsamtökin skuli fara fram með bein ósannindi í þessu efni,“ segir Ásmundur Stefánsson, hagræðingur, fyrrverandi ríkissáttasemjari og fyrrverandi forseti ASÍ, í samtali við Morgunblaðið og vísar til ályktunar miðstjórnar ASÍ, í kjölfar þess að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins á fimmtudaginn í síðustu viku.

Í ályktuninni segir um heimild sáttasemjara til að leggja fram miðlunartillögu að „hún eigi ekki að leggjast fram án þess að hafa a.m.k. þegjandi samþykki beggja aðila“. Ásmundur segir þessa viðmiðun hvergi í lögum.

Þá segist Ásmundur ekki geta tekið undir að uppi sé fordæmalaus staða í kjaradeilunni. „Það er ekkert nýtt í því að lögð sé fram miðlunartillaga, bara ekkert.“

Fram kom í máli Katrínar Ólafsdóttur hagfræðings í útvarpsþættinum Sprengisandi í gær að þrjátíu miðlunartillögur hefðu verið lagðar fram á síðustu fjörutíu árum, af þeim hefur um þriðjungur verið felldur.

„Það kom í minn hlut sem sáttasemjari að leggja fram þá tillögu sem líklega hefur fengið hvað versta útreið, því hún var felld með yfir 90 prósentum atkvæða.“

Hann telur þó að eftir á að hyggja hafi framlagning tillögunnar verið skynsamleg enda hafi hún lagt grunn að áframhaldandi viðræðum sem skiluðu samningi.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert