Föst í miðri tjörninni

Ekki hefur tekist að sækja álftina.
Ekki hefur tekist að sækja álftina. Ljósmynd/Seltjarnarnesbær

Fjöldi ábendinga hefur borist vegna dauðrar álftar á Bakkatjörn, að því er Seltjarnarnesbær greinir frá á Facebook.

Fram kemur að álftin sé því miður föst í miðri tjörninni og að starfsmenn þjónustumiðstöðvar hafi gert nokkrar tilraunir til að sækja hana.

„Það hefur hins vegar ekki tekist þar sem að ísinn er mjög ótraustur og ekki hægt að hætta mönnum út á miðja tjörn við slíkar aðstæður. Álftin verður hins vegar sótt við allra fyrsta tækifæri,“ segir í tilkynningunni.


mbl.is