„Það er allt ónýtt held ég“

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins að ljúka störfum við Hrauntungu í dag.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins að ljúka störfum við Hrauntungu í dag. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er allt ónýtt held ég en strákarnir komust út, sem er það sem skiptir máli,“ sagði Gunnar Einarsson íbúi við Hrauntungu í Kópavogi, en eldur kom upp í svefnherbergi í raðhúsaíbúð Gunnars og fjölskyldu um hádegisbilið í dag.

Gunnar vildi annars lítið tjá sig um málið en hann sagðist varla geta hent reiður á hugsunum sínum á þessari stundu. Tveir af þremur sonum Gunnars voru í húsinu en komust út af sjálfsdáðum.

Tölu­verður eld­ur var í íbúðinni er slökkvilið bar að garði en greiðlega gekk að slökkva eld­inn. Eng­in slys urðu á fólki og eng­ar skemmd­ir urðu á nær­liggj­andi íbúðum. Aðspurður sagðist Gunnar vera með allar tryggingar í lagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert