Aðalsteinn og Sólveig Anna náskyld

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari og Sólveig Anna Jónsdóttir eru afkomendur Árna …
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari og Sólveig Anna Jónsdóttir eru afkomendur Árna Jónssonar frá Múla. Samsett mynd

Með þeim Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar – stéttarfélags, er náinn skyldleiki. Sem kunnugt er lagði sáttasemjari í síðustu viku fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í því skyni að ná samningum og afstýra boðuðu verkfalli sem beinist að starfsemi Íslandshótela í Reykjavík. 

Þau Aðalsteinn og Sólveig Anna eru afkomendur Árna Jónssonar frá Múla (1891-1947) og Ragnheiðar Jónasdóttur (1892-1956). Á sinni tíð var Árni maður stórra hlutverka í íslensku þjóðlífi. Hann var fæddur Þingeyingur, kenndur við bæinn Múla í Grenjaðarstaðartorfu í Aðaldal.

Var meðal annars verslunarstjóri á Vopnafirði 1917–1924 og svo forstjóri Brunabótafélags Íslands í fjögur ár. Var svo frá 1928 og lengi eftir það ritstjóri ýmissa blaða, meðal annars Vísis. Þá var Árni alþingismaður með hléum frá 1923-1942, það er fyrir Borgaraflokk og Íhaldsflokk sem árið 1929 voru sameinaðir í Sjálfstæðisflokki.

Börn Árna og Ragnheiðar voru fimm talsins: Valgerður, Jón Múli, Jónas, Ragnheiður og Guðríður. Beinast nú sjónir að þeim tveimur fyrstnefndu. Valgerður var amma Aðalsteins Leifssonar og Jón Múli, útvarpsþulur, tónskáld, djassari og fleira, er faðir Sólveigar Önnu. Þetta er skyldleiki í annan og þriðja lið en ekki hefur frændsemin forðað þeim frá átökum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »