Hækkun skólagjalda í samræmi við verðlag

Óánægja er meðal nemenda í skólanum vegna fyrirhugaðrar hækkunar skólagjalda.
Óánægja er meðal nemenda í skólanum vegna fyrirhugaðrar hækkunar skólagjalda. Ljósmynd/LHÍ

„Það hefur engin hækkun orðið á skólagjöldum umfram það sem tíðkast hefur,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands (LHÍ). Óánægja er meðal nemenda í skólanum vegna fyrirhugaðrar hækkunar skólagjalda í rúmar 340 þúsund krónur á önn á næsta skólaári sem hefst í haust.

Hefur rektor borist undirskriftalisti frá nemendum vegna þessa. Meðal nemenda heyrist það sjónarmið að skólagjöldin séu orðin svo mikil byrði að þau takmarki aðgang hinna efnaminni að skólanum. Fríða Björk segir að skólagjöld hækki árlega í samræmi við vísitölu neysluverðs. Þannig hafi því verið háttað í allmörg ár. Þessar upplýsingar hafi ávallt legið fyrir á vef skólans.

„Nú þegar verðbólga er mun hærri en í meðalári hækkar sú vísitala um leið meira en áður,“ segir hún.

„Verðbólgan knýr áfram þær verðhækkanir sem mikið hafa verið í samfélagsumræðunni undanfarið, en einnig í öllum okkar verkefnum líkt og hjá öðrum sem eru með fjölþætta starfsemi.

Við rekum háskólann samkvæmt sérstökum samningi við ríkið til að standa undir rekstri hans. Það sem ríkið greiðir til hans með nemendum er um það bil 80% af rekstrarfjármagni. Það sem út af stendur, um það bil 20%, er fjármagnað með skólagjöldum sem Menntasjóður lánar nemendum fyrir. Þetta rekstrarmódel hefur verið það sama frá stofnun skólans eða í 23 ár,“ segir Fríða Björk. 

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert