Hjálpar okkur í vinnunni um vindorkuna sem er fram undan

Umhverfis- og samgöngunefnd kynnti sér starfsemi Burnhead Moss-vindorkugarðsins í Skotlandi.
Umhverfis- og samgöngunefnd kynnti sér starfsemi Burnhead Moss-vindorkugarðsins í Skotlandi. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta mun hjálpa okkur í þeirri vinnu sem fram undan er. Við þurfum að geta svarað ýmsum spurningum, eins og til dæmis af hverju við eigum að nýta vindorkuna, hvar við viljum hafa vindmyllugarðana og hvernig við getum tryggt að arðurinn verði eftir á þeim svæðum þar sem mannvirkin eru,“ segir Vilhjálmur Árnason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, um heimsókn nefndarfólks til Skotlands þar sem það kynnti sér meðal annars nýtingu vindorku.

Vilhjálmur segir að Skotar hafi lagt mikla áherslu á uppbyggingu vindorku og séu langt komnir í því efni. Nú leggi þeir mikla áherslu á vindorku úti á hafi en Vilhjálmur bendir á að landfræðilegar aðstæður séu augljóslega aðrar þar en hér hvað það varðar.

Gagnlegt að heyra sjónarmið

Hann segir að margir Skotar líti á vindorkuna sem sitt annað tækifæri í auðlindanýtingu og lið í sjálfstæðisbaráttunni því þeir telji að stjórnvöld í London hafi tekið af þeim olíuna. Nú séu þeir að byggja upp vindorkuna fyrir efnahag Skotlands.

Nefndarmenn ræddu við stjórnmálamenn og fulltrúa vindorkufyrirtækis og segir Vilhjálmur að gagnlegt hafi verið að heyra sjónarmið þeirra. Hér á landi er starfshópur að vinna tillögur um fyrirkomulag vindorkunýtingar hér og samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er stefnt að framlagningu frumvarps þess efnis á þessu þingi. Frestur til þess rennur út í lok mars. 

Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert