Lífræna mjólkin er magnað hráefni

Helgi Rafn Gunnarsson hér með lífræna mjólk í brúsa.
Helgi Rafn Gunnarsson hér með lífræna mjólk í brúsa. mbl.is/Sigurður Bogi

Stjórnendur mjólkurvinnslunnar Biobús áforma að tvöfalda framleiðslu fyrirtæksins á næstu átján mánuðum og að hún verði að þeim tíma liðnum nærri ein milljón lítra á ári. Í dag leggja þrír kúabændur inn lífræna mjólk hjá fyrirtækinu.

Fleiri bændur sýna búskaparháttum þessum áhuga og gæti innleggjendum því fjölgað í náinni framtíð. Því heldur Biobú áfram siglingu í vinnslu, vörurþróun og markaðsstarfi, segir Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sem er með starfsemi sína við Gylfaflöt í Grafarvogi í Reykjavík.

Tuttugu ára saga

Tuttugu ár eru í vor síðan starfsemi Biobús hófst, það er mjólkurbús sem fyrstu árin var með starfsemi á Ártúnshöfða í Reykjavík. Kristján Oddsson, bóndi á Neðra-Hálsi í Kjós, var þá byrjaður nokkrum árum fyrr í lífrænum búskap; það er að halda búpening án þess að nota til dæmis tilbúinn áburð og slík aukaefni. Einnig að gefa lífrænan fóðurbæti til kúnna, sem voru í básalausu fjósi og höfðu rúman útivistartíma.

„Ég var strax spenntur fyrir því sem Kristján á Neðra-Hálsi vann að,“ segir Helgi Rafn. „Þetta var árið 2002 og þegar þarna var komið sögu hafði Kristján frá árinu 1996 framleitt lífræna mjólk og lagt inn hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Í sölu fór drykkjarmjólk, um 6.000 lítrar á mánuði, en ekki ekki þótti svigrúm til frekari markaðssóknar.

Kristján var því að undirbúa stofnun eigin mjólkurbús og lokaverkefni mitt í vörustjórnun við Tækniháskóla Íslands tengdist því, það er að finna leiðir til að koma starfsemi sem þessari af stað. Þar var horft til vinnslu, pökkunar, dreifingar og fleiri þátta. Þetta var verðlaunaverkefni í skólanum og svo fór að Kristján bauð mér vinnu í mjólkurbúinu þar sem starfsemi hófst í júní 2003.“

Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert