Gin og Gammel Dansk nú fáanlegt í Gunnubúð

Gunnubúð á Raufarhöfn.
Gunnubúð á Raufarhöfn.

„Ég held að fólki hér hljóti að lítast vel á. Það eru í það minnsta tvær sendingar væntanlegar, ég sá það í tölvukerfinu sem ég hef nú aðgang að,“ segir Reynir Þorsteinsson, kaupmaður í Gunnubúð á Raufarhöfn.

Í gær var gengið frá því að Gunnubúð verður formlegur afhendingarstaður fyrir Vínbúðina. Þannig geta viðskiptavinir ÁTVR nú pantað sér vörur í gegnum vefverslun þeirrar stofnunar og fengið sendar í Gunnubúð sér að kostnaðarlausu. Reynir segir að þetta verði sannarlega kærkomið fyrir íbúa þar um slóðir sem fram að þessu hafa þurft að leggja á sig klukkutíma bílferð fram og til baka á Kópasker til að verða sér úti um bjór og vín.

ÁTVR er komið í stórsókn varðandi afhendingu vara sinna á landsbyggðinni.

Nánari umfjöllun má finna á síðu 2 í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »