„Hrópað málþóf eftir eina til tvær ræður“

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Kristinn Magnússon

Umræður um útlendingafrumvarpið eru á dagskrá þingins í dag. Fer Arn­dís Anna K. Gunn­ars­dótt­ir þingmaður Pírata í 39. sinn með ræðu en allir þingmenn á mælendaskrá eru Píratar. Hún vill tryggja að frumvarpið verði ekki að lögum á Alþingi nema þingmenn og þjóð geri sér grein fyrir því hvað verið sé að samþykkja.

Víða heyr­ist að Pírat­ar ætli sér að beita málþófi í umræðunni um málið og freista þess að annað hvort stöðva fram­gang þess eða að minnsta kosti vekja at­hygli á umræðunni. 

Arndís Anna hafnar því með öllu að Píratar beiti málþófi.

„Það er vert að nefna að við þurfum ekki að halda meira en eina til tvær ræður til þess að meirihlutinn hrópi málþóf. Í mörgum málum finnst meirihlutanum á þinginu að umræður séu óþarfi og eitthvað formsatriði,“ segir Arndís í samtali við mbl.is. 

„Þau eru gjörn á að vilja semja um takmarkaðan ræðutíma og annað slíkt en í þessu máli er ekki hlustað á okkur. Þau vilja helst halda fyrir augu og eyru og troða þessu í gegn.“

Ræðutími of stuttur

Hún bendir á að fjöldi ræða skýrist af því hve stuttur ræðutími sé í annarri umræðu. Ræðurtíminn er fimm mínútur en telur hún betra ef tíminn yrði að lágmarki lengdur í 15-20 mínútur til þess að umræðan geti orðið að gagni.

„Ræðutíminn er einungis fimm mínútur og þurfti ég því til að mynda 10 ræður til að fara yfir eina grein laganna. Þetta verður til þess að maður þarf stöðugt að ryfja upp málið til þess að tala í einhverju samhengi. Það er ekki hægt að byrja í miðri línu í miðri ræðu,“ segir Arndís.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert