Í 60 stiga frosti yfir Neskaupstað

„Segulheimur, hverjum ertu byggður,/ himins reiðilogum skyggður,/ kringum Norðra kaldan …
„Segulheimur, hverjum ertu byggður,/ himins reiðilogum skyggður,/ kringum Norðra kaldan veldisstól?“ orti séra Matthías Jochumsson, reyndar um hafís, en þessi mynd á þó eitthvað skylt við stemmninguna í ljóði skáldsins í Sigurhæðum. Ljósmynd/Kári Kárason

Kári Kárason, flugstjóri hjá Icelandair, smellti þessari mynd af yfir Neskaupstað í 36.000 feta hæð úr stjórnklefa Boeing 737-MAX á leið til finnsku höfuðborgarinnar Helsinki.

Hitastig „utandyra“ 64 gráður í mínus í háloftunum.

„Það var áhugavert að sjá bæjarfélögin og laxeldiskvíarnar, því miður var svolítil ókyrrð þannig að myndirnar voru ekki upp á sitt allra besta,“ segir Kári við mbl.is og býður úrval mynda.

Hér fylgir ein sem varla er hægt að kvarta yfir.

mbl.is