Skjöl Ólafs Ragnars lokuð

Starfsmenn Þjóðskjalasafnsins flokkuðu og skráðu einkasafn Ólafs Ragnars Grímssonar.
Starfsmenn Þjóðskjalasafnsins flokkuðu og skráðu einkasafn Ólafs Ragnars Grímssonar. mbl.is/​Hari

Einkaskjalasafn Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta Íslands, alþingismanns og ráðherra, sem hann afhenti Þjóðskjalasafninu fyrir tæpum sjö árum, er enn lokað almenningi og fræðimönnum. Endanlegum frágangi og skráningu á skjalasafninu lauk fyrir meira en ári.

„Því miður hefur ekki enn verið gengið frá samningi um aðgengi,“ segir Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri skjala- og upplýsingasviðs Þjóðskjalasafnsins. Hann segist hafa farið með Ólafi í gegnum skjalaöskjur á síðasta ári til að ákveða með aðgang. „Ólafur sjálfur hefur verið nokkuð upptekinn og því hefur dregist svona mikið að klára málið. Við höfum rætt um að reyna að klára samninginn á þessu ári,“ segir Njörður.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert