Hrun í bréfamagni hjá Póstinum

Jafnt og þétt hefur dregið úr magni bréfpósts á þessari …
Jafnt og þétt hefur dregið úr magni bréfpósts á þessari öld. mbl.is/Hari

Með greiðsluseðli fasteignagjalda í Reykjavík um þessi mánaðamót fylgdi tilkynning um að frá og með 1. mars muni borgin hætta að senda greiðsluseðla heim til greiðenda nema óskað hafi verið eftir því sérstaklega.

Spurð hvort fleiri aðilar hafi boðað slíkar breytingar á nýju ári kveðst Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts, ekki hafa heyrt af því.

„Við fáum raunar sjaldnast upplýsingar um að viðskiptavinir séu að hætta að senda magnpóst fyrirfram, enda eru þeir ekki í beinu viðskiptasambandi við okkur,“ segir Þórhildur Ólöf. Spurð hvort þetta hafi hins vegar birst í dreifingunni segist hún ekki hafa fengið slíkar upplýsingar.

„Þá ekki nema þegar magnið dettur niður en þá finnum við fyrir því. Síðustu þrjú ár hefur magn bréfa í umferð minnkað um að jafnaði 20% á ári og um alls tæp 80% frá 2010,“ segir Þórhildur Ólöf.

Fátt bendi til að þetta muni snúast við. „Nú eru um 99,7% heimila á Íslandi með nettengingu sem er með því mesta sem gerist í heiminum. Ég myndi ætla að rafrænar sendingar á pósti séu það sem koma skal. Bréfamagnið á því eftir að minnka enn frekar og teljum við að líkt og síðustu ár muni magnið minnka um 20% í ár.

Við gerum þó ráð fyrir að þetta muni ná nýju jafnvægi og að bréfin hverfi aldrei alveg. Spurningin er hvar þessi núllpunktur verður. Þetta er að gerast ansi hratt,“ segir Þórhildur Ólöf. 

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert