Hús sem opnar nýja möguleika

Millirými og útisvæði í Húsi íslenskunnar, sem er hús hárra …
Millirými og útisvæði í Húsi íslenskunnar, sem er hús hárra sala og heill hugmyndaheimur, rétt eins og dýrgripirnir sem þar varðveitast. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Tilhlökkunin liggur í loftinu. Nýtt húsnæði opnar þessari stofnun alveg nýja möguleika í starfseminni; hvort heldur er í rannsóknum, miðlun eða sýningarhaldi. Við erum orðin spennt,“ segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, um þau tímamót sem framundan eru hjá stofnuninni. Stefnt er að því að starfsemi stofnunarinnar verði í maí og júní næstkomandi flutt í Hús íslenskunnar við Arngrímsgötu í Reykjavík. Þar verður íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands einnig til húsa.

Samkeppni um nafn

Lokafrágangur iðnaðarmanna í Húsi íslenskunnar stendur nú yfir og á verki þeirra að ljúka nú síðar í febrúarmánuði. Að mörgu hefur verið að hyggja við þessa framkvæmd, byggingu húss sem er sporöskjulaga og margvíslegri tækni búið. Þar má nefna búnað sem tryggja á öryggi handritanna íslensku með tilliti til elds, ljóss, raka og annarra þátta. Sérstök handritageymsla verður í húsinu, sem er um 6.500 fermetrar að flatarmáli auk um 2.200 fermetra opinnar bílageymslu. Á næstu dögum verður auglýst samkeppni um nafn á húsið.

„Flutningarnir framundan eru flókið verkefnið. Að flytja fjölmörg söfn stofnunarinnar er flókið og vandasamt, þá ekki síst handritasafnið. Þótt ekki verði langt að fara, það er bara hér rétt yfir Suðurgötuna, þarf að búa vel um þessa viðkvæmu og dýrmætu gripi og fylgir flutningur ströngum öryggisreglum,“ segir Guðrún Nordal.

Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert