Óvissustig á vegum víða um land

Óvissustig er á Hellisheiði til hádegis.
Óvissustig er á Hellisheiði til hádegis. mbl.is/Óttar

Óvissustig er á vegum víða um land og gæti þeim lokað með stuttum fyrirvara vegna ófærðar, að því er kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Til dæmis er óvissustig á vegunum um Kjalarnes og Öxnadalsheiði til klukkan 10 og á vegunum um Fjarðarheiði og Hellisheiði til klukkan 12.

Á höfuðborgarsvæðinu eru krapi eða hálkublettir á flestum stofnbrautum.

Vegurinn um Fróðárheiði er lokaður vegna veðurs og er hvassviðri víða á Vesturlandi, þar á meðal undir Hafnarfjalli.

mbl.is