Sá söguna fyrir sér sem bíómynd

Hinn þekkti leikari Iain Glen fer með eitt aðahlutverkanna í …
Hinn þekkti leikari Iain Glen fer með eitt aðahlutverkanna í Napóleonsskjölunum sem fer í sýningar í kvikmyndahúsum í dag. Ljósmynd/Juliette Rowland

„Ég er mjög sáttur við útkomuna. Hasarinn er gegndarlaus og hvergi dauður punktur og leikararnir standa sig allir vel,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur.

Kvikmyndin Napóleónsskjölin verður frumsýnd í dag en forsýning var fyrr í vikunni. Myndin er gerð eftir bók Arnaldar frá árinu 1999 og hefur lengi staðið til að gera kvikmynd eftir sögunni. Þannig rifjaði bókaútgefandinn Pétur Már Ólafsson upp á Facebook að kvikmyndaréttur bókarinnar hefði fyrst verið seldur árið 2001, eða á sama tíma og rétturinn að Mýrinni. Það er því óhætt að segja að þetta hafi tekið sinn tíma.

„Þannig er það með bíómyndir, þær geta átt sér langan aðdraganda og maður er eiginlega ekki öruggur um þær fyrr en maður mætir á frumsýninguna,“ segir Arnaldur. „Jú, fyrst kom fram áhugi þarna um aldamótin og síðan gerðist það fyrir meira en áratug að þýskir aðilar sýndu áhuga á að filma bókina og það hefur tekið þennan tíma.“

- Sást þú þetta fyrir þér sem bíómynd þegar þú skrifaðir bókina?

„Algerlega. Mín kynslóð ólst svolítið upp við þessar sögulegu, alþjóðlegu hasarmyndir sem tengdust síðari heimsstyrjöldinni og ég skrifaði bókina með slíkar myndir í huga. Óskar Þór leikstjóri og Marteinn handritshöfundur gera þeim þætti mjög góð skil. Þetta er ekki norrænn krimmi með áherslu á sósíalrealisma heldur hrein og ómenguð hasarmynd.“

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert