Viðbragðsaðilar í áfalli

Kristín Jónsdóttir, doktor í jarðeðlisfræði og hópstjóri náttúruvárvöktunar.
Kristín Jónsdóttir, doktor í jarðeðlisfræði og hópstjóri náttúruvárvöktunar. mbl.is/Ásdís

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF, sem til stendur að selja í hagræðingarskyni, hefur reynst mikilvæg í útgáfu viðvarana við eldgos. 

Þetta segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, á twitter-aðgangi sínum. 

Kristín segir að náttúruvársérfræðingar og aðrir viðbragðsaðilar þegar kemur að eldgosum, og hafi verið á vettvangi þegar Eyjafjallajökull og Bárðarbunga gusu, séu í áfalli yfir tilkynningu um sölu vélarinnar.

mbl.is